Bæta myndaupphleðslu við spjallborð, blogg eða vefsvæði

Auðveldasta leiðin til að tengja myndir við færslur

Viðbótin Postimages bætir við verkfæri til að hlaða hratt upp myndum og tengja þær við færslur. Allar myndir eru hlaðnar upp á þjónana okkar, þannig að engin ástæða er til að hafa áhyggjur af geymslurými, bandbreiddarkostnaði eða stillingum vefþjóns. Viðbótin okkar er fullkomin lausn fyrir spjallborð þar sem gestir eru ekki sérlega tæknivæddir og eiga erfitt með að hlaða upp myndum á netið eða kunna ekki að nota [img] BBCode.

Ath: Myndum þínum verður aldrei eytt vegna óvirkni.

Veldu spjallborðshugbúnaðinn þinn (fleiri spjallborðs- og vefkerfi bætast við fljótlega)

phpBBSMFMyBBFluxBBPunBBZetaBoards

Hvernig þetta virkar

  1. Þegar þú byrjar nýjan þráð eða skrifar svar sérðu tengilinn "Bæta mynd við færslu" fyrir neðan textasvæðið.

    pi-screenshot1

  2. Smelltu á þann tengil. Gluggi mun birtast sem gerir þér kleift að velja eina eða fleiri myndir úr tölvunni þinni. Smelltu á hnappinn "Choose files" til að opna skráavalgluggann.

    pi-screenshot2

  3. Um leið og þú lokar skráavalinu verða valdar myndir hlaðnar upp á síðuna okkar og viðeigandi BBCode verður sett sjálfkrafa inn í færsluna þína.

    pi-screenshot3

  4. Smelltu á "Submit" þegar þú hefur lokið við að breyta færslunni. Smámyndir af myndunum þínum munu birtast í færslunni og þær tengjast einnig stærri útgáfum mynda sem eru hýstar á vefsvæðinu okkar.

    pi-screenshot4